forsidagodradhugmyndirnammbsendufyrirspfelagsmenn
> FORSÍÐA > GÓÐ RÁÐ
 
Val á gólfefni

Gólfið er mikilvægur þáttur af innréttingu heimilisins. Það þarf að vera slitsterkt og endingargott. Gólfið þarf líka að vera fallegt og passa við aðra hluti heimilisins svo sem skápa, sófasett, hurðir svo að eitthvað sé nefnt.
 
Hvar á að leggja gólfefnið?
Þegar tekin er ákvörðun um hvaða góflefni skal valið þarf að hafa í huga hvort það á að vera í svefnherbergi, eldhúsi, stofu, baðherbergi eða barnaherbergi, því að gólfefni hafa mismunandi eiginleika og eru framleidd með ákveðna notkun í huga.
 
Hvaða lit eða munstur?
Þegar velja á munstur eða lit sem passar við innviði heimilisins, er ráð að vanda valið.
Tískan breytist stöðugt og því er mikilvægt að velja það sem manni finnst fallegt. Fæstir skipta um gólfefni jafn oft og að mála eða skipta um gardínur.

Gott ráð er að velja einlitað eða lítið munstrað efni á lítil rými og efni með stór mynstur á stór rými ef að munstrað efni er valið.

Gólfefni fást í mörgum litum og þá þarf að hugsa um hvort gólfið á að vera ljóst eða dökkt, í heitum lit eða köldum. Það getur verið erfitt að velja og því er ráðlegt að fá lánaðar prufur med heim til að sjá hvað passar best inn á heimilið.
 
 
>> Val á gólfefni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
kjaranstepphardvidarvalteppalandgolfefnaval